Persónulegt dagatal

Persónulegt dagatal

Hvernig dagatal á ég að kaupa mér? Á ég að gera dagatal með myndum?
Get ég sett inn afmælisdaga og atburði? Vil ég hafa það með vikunúmerum og frídögum?

Við bjóðum upp á fjórar tegundir af íslenskum dagatölum. Við erum með skipulagsdagatal, stórt mynda dagatal og tvær stærðir af dagatölum á spjöldum með persónulegum myndum.

Okkur langaði að skrifa aðeins meira um tegundirnar sem við bjóðum upp á og vonandi svara spurningum sem margir eru að senda okkur.

15x21cm dagatöl
Dagatal á ísskáp, Dagatal á vegg

Dagatöl á spjöldum eru mjög vinsæl á íslandi og það eru margir sem eiga standa, segla eða klemmur fyrir lítil dagatöl. Þessi stærð 15x21 cm er einmitt hugsuð til að hengja stök á vegg/ísskáp eða til að hafa í standi.

Þú setur inn 12 myndir og getur valið á milli 13 bakgrunna eða haft heilmynd. Þetta er prentað á þykkan 340gr hvítan mattan gæða pappír og þau eru ekki gormuð saman. Sunnudagar eru merktir í rauðu.

Þegar þú notar ekki dagatalið lengur þá er hægt að klippa neðri hlutann af og nota myndina áfram í myndavegg eða úrklippubók.

Sjá þessa vöru betur hér

Hér eru nokkrir möguleikar fyrir dagatölin.
Rammi/standur hjá Ikea.is - 195 kr.
Klemmur hjá Penninn.is - 1.089 kr.
Klemma hjá Heimilisfelagid.is - 1.250 kr.
Rammi hjá Hans Petersen -  frá 1.990 kr.

 

15x10cm dagatöl
Dagatal í fléttiramma, Fléttidagatal

Þetta eru stök spjöld með dagatali og ljósmynd að eigin vali. Þessi stærð 15x10cm passar fyrir FINLIR fléttiramma eins og voru vinsælir frá Ikea, það er ekki hægt að fá þá lengur en hérna fyrir neðan erum við með link í svipaðan ramma á AliExpress. Þú getur líka sett þetta í Akrýl plast kubb eða ramma til að hafa á borði. Þú setur inn 12 myndir og getur valið á milli 13 bakgrunna eða haft heilmynd. Þetta er prentað á þykkan 340gr hvítan mattan gæða pappír og þau eru ekki gormuð saman. Sunnudagar eru merktir í rauðu.

Skemmtilegur og ódýr kostur.

Sjá þessa vöru betur hér

Það er mjög skemmtileg lausn til að hafa þessi dagatöl standandi á borði.

Hér eru nokkrir möguleikar fyrir dagatölin.
Segulrammi á ísskápinn hjá Hanspetersen.is - 1.690 kr.
6 tommu fléttirammi hjá AliExpress.com - $25 
Akrýl plast kubbur hjá AliExpress.com$23 
Akrýl plast kubbur hjá Penninn.is - 5.699 kr.

 

21x30cm A4 Dagatal
Skipulagsdagatal með vikunúmerum fyrir fullorðna með frídögum

Þetta er skipulags dagatalið okkar. Það er einfalt og með stóra dálka til að skrifa inn í. Þú getur sett inn þína eigin atburði og myndir á dagsetningar. Það sýnir vikunúmer, íslensku frídagana, aðra atburði og íslensku jólasveinana ef þú vilt. Það er gormað með svartri upphengju til að hengja á vegg og er prentað á 150 gr Munken Polar hvítan pappír. Stærðin er 21 cm á breidd og 30 cm á hæð.

Sjá þessa vöru betur hér

32x46cm Dagatal
Persónuleg dagatöl til að fylla inn í, dagatöl til útprentunar

Þetta er stóra mynda dagatalið. Þú getur sett inn þínar eigin myndir eða texta tilvitnanir. Það er líka hægt að setja inn eigin atburði og myndir á dagsetningar. Það sýnir vikunúmer, íslensku frídagana, aðra atburði og íslensku jólasveinana ef þú vilt. Það er gormað með svartri upphengju til að hengja á vegg og er prentað á 150 gr Munken Polar hvítan pappír. Stærðin er 32 cm á breidd og 46 cm á hæð

Sjá þessa vöru betur hér

Þessi dagatöl eru öll fyrir árið 2022.

Hjá okkur geturðu hannað dagatalið þitt á netinu og fengið það prentað, ekkert vesen.

 

Smelltu hér til að sjá hvað er í boði á uniqueart.is

Smelltu hér til að fá hugmyndir að jólagjöfum

Smelltu hér til lesa meira um UniqueArt.is


Karfan þín (0)

Karfan þín er tóm
FARA EFST