Æfingadagbók

Æfingadagbók

Hefur þú áhuga á líkamsrækt? Ertu að byrja aftur í ræktinni? Lifir þú heilsusamlegu lífi eða viltu bæta heilsuna og styrkja þig? Hvernig getur þú skipulagt þig og náð markmiðunum þínum?

Æfingardagbókin gæti verið hjálpartækið og hvatningin sem þig vantar. Skrifaðu niður markmiðin þín. Skráðu æfingarnar þínar eða skipulagðu þær fram í tímann. Fylgstu með breytingunum á líkamanum og ekki einblína á tölurnar. Yfirleitt skiptir líðan meira máli dagsdaglega en einhverjar tölur. Með því að styrkja þig þá verða dagarnir auðveldari.

Hvað græðirðu á því að skrá æfingarnar þínar?

Það auðveldar þér að fylgjast með framförum og hjálpar þér að setja raunhæf markmið. Bókin getur líka hjálpað þér að byrja aftur eftir smá pásu. Hún þekkir tölurnar þínar og man hvað þú varst að gera seinast í ræktinni. Allt þetta styður við markmiðin þín og þú getur séð árangur, hversu mikið sterkari og hraðari ertu þú í dag?

Hvernig nota ég bókina?
Æfingadagbók fyrir líkamsræktina

Þessari bók er ætlað að vera hvatning og hjálpartæki fyrir þig til að ná markmiðum þínum.

Fyrsta blaðsíðan er fyrir upplýsingar um eiganda bókarinnar. þar er hægt að setja sér markmið. Næst kemur dagatal fyrir árið. Síðan koma 8 blaðsíður þar sem hægt er að fylgjast með og skrá þyngd, fituprósentu, ýmsar mælingar og markmið. Þú getur skráð breytingar á nokkra vikna fresti eða eins oft og þú vilt. Loks koma svo 100 blaðsíður með æfingaskýrslum þar sem þú getur skráð hvaða æfingar þú ert að gera, hvaða líkamshluta þú ert að þjálfa og fjölda æfinga. Þar getur þú líka skráð brennslu, upphitun, líðan þína, hvaða fæðubótaefni voru notuð o.s.frv

Það eru 100 mismunandi hvatningar tilvitnanir á ensku í bókinni.

Æfingadagbókin

 

Smelltu hér til að kaupa þessa vöru

 

Smelltu hér til lesa um Matardagbókina okkar
Smelltu hér til lesa meira um UniqueArt.is


Karfan þín (0)

Karfan þín er tóm
FARA EFST