Uppskriftabók

Uppskriftabók

Við kynnum nýjustu viðbótina hjá okkur, uppskriftabókina.

Bókin þar sem þú getur skrifað niður allar uppáhalds uppskriftirnar þínar. Hún er gormuð saman og er lítil og nett eins og hinar bækurnar. Þar er að finna 100 blaðsíður fyrir uppskriftir með efnisyfirliti fremst og blað með mælieiningum til að breyta magni í uppskriftum.

Efnisyfirlit í uppskriftabókinni

Hvernig notar þú uppskriftabókina?

Á hverju uppskriftablaði er að finna nafn á uppskriftinni, lista yfir innihald, leiðbeiningar og auka upplýsingar. Þar er líka hægt að merkja inn stjörnugjöf, erfiðleikastig og fjölda skammta. Þá er hægt að merkja inn heildartíma sem það tekur að búa til uppskriftina með undirbúningstíma. Einnig er hægt að skrá eldunartíma og hitastig.

Opna með uppskriftum í uppskriftabókinni

Hægt er að haka við ofnæmisvalda eða sérstakt mataræði. En það er listi með eftirfarandi: grænkera, lágkolvetna, glútenfrítt, laktósafrítt og hnetufrítt.

Þessi bók er tilvalin til að safna saman uppáhalds uppskriftunum þínum. Hvort sem þær komu úr blaði, af netinu eða sjónvarpinu. Þú getur breytt henni eins og þú vilt og skráð hana niður þegar þú hefur fullkomnað hana.

Breytingablað í uppskriftabókinni

Af því að bókin er gormuð þá er auðvelt að brjóta hana saman og nota í eldhúsinu. Það er gott að skrifa á blaðsíðurnar og bókin er prentuð á 130gr. hvítan mattan pappír.

Uppskriftabókin

Smelltu hér til að sjá meira um þessa vöru

 

Smelltu hér til lesa um Matardagbókina okkar
Smelltu hér til lesa um Æfingadagbókina okkar
Smelltu hér til lesa meira um UniqueArt.is


Karfan þín (0)

Karfan þín er tóm
FARA EFST