Samstarf

Samstarf

Hefur þú áhuga á samstarfi? Ekki hika við að hafa samband.

UniqueArt er lítið fyrirtæki sem er í stöðugri þróun. Við höfum lagt áherslu á að vera með þægilega netverslun þar sem er mikið úrval af plakötum. Bæði plaköt sem hver sem er getur búið til og breytt ásamt tilbúnum plakötum. Einnig bjóðum við upp á úrval af dagatölum og heilsuvörum sem okkur fannst vanta á Íslandi.

Listafólk, ljósmyndari, hönnuður, verslun, félagasamtök, áhrifavaldur eða bloggari. Ef þú hefur áhuga á samstarfi endilega hafðu samband.

Við bjóðum listafólki og ljósmyndurum upp á að geta selt listaverkin sín eða eftirprentanir af þeim á vefsíðunni okkar. Það er auðvelt að flokka plakötin hjá okkur eftir söfnum, stíl og stærð. Þetta auðveldar fólki að finna það sem það leitar að og með svona samstarfi eykur það úrvalið sem er í boði hjá okkur. Við sjáum um framleiðslu og afhendingu sem þýðir að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að halda lager eða hafa umsjón með sölusíðu. Svo færðu greitt eftir samkomulagi fyrir verkin sem seljast.

Ef þú ert með verslun og vilt setja einhverjar vörur sem við erum með í sölu þá erum við með smásölu pakkningar og strikamerki tilbúin fyrir allar vörur.

Einnig bjóðum við upp á samstarf við félagasamtök og íþróttafélög. Hægt er að selja gjafakortin okkar þar sem hluti af söluhagnaðinum rennur til félagsins. Þá er jafnvel hægt að merkja gjafakortin eða dagatöl með merki félagsins.

Hefurðu áhuga á vörunum okkar og vilt deila þeim með fylgjendunum þínum í bloggi eða á samfélagsmiðlum. Hingað til höfum við tekið vel í slíkt, þannig endilega hafðu samband við okkur og láttu okkur vita hvað þú hefur í huga.

 

Smelltu hér til lesa meira um UniqueArt.is


Karfan þín (0)

Karfan þín er tóm
FARA EFST