Næringaryfirlit
Næringaryfirlit á ísskápinn. Af hverju þarf ég svoleiðis?
Öll skref sem þú tekur í áttina að því að tileinka þér betri venjur í mataræði geta ekki einungs aukið orku og heilsu heldur gæti það lengt líf þitt. Það eru líka rosalega margir sem vilja losna við aukakílóin og það er einungis hægt með því að passa það sem þú borðar.
Hvað er næringaryfirlit?
Næringaryfirlitin okkar eru sett saman til þess að auðvelda fólki að sjá hvað er hollt og gott að borða með tilliti til næringarefnanna sem eru í fæðunni. Á íslandi koma ráðleggingar um mataræði frá landlækni og almenna næringaryfirlitið okkar byggist á fæðunni sem mælt er með af yfirvöldum.
Hinsvegar er það margsannað af læknum og vísindafólki að meiri áheyrsla á plöntu- og heilfæði hefur jákvæð áhrif á heilsu og minnkar líkur á fjölmörgum heilsufarskvillum. Yfirlitið fyrir plöntu- og heilfæðið (Whole Food, Plant-Based) leggur áheyrslu á slíkt enda þarf að passa sérstaklega neyslu á nokkrum næringarefnum. Þeir sem skilgreina sig sem grænkera eða vegan geta líka nýtt sér þetta næringaryfirlit.
Þú getur verslað yfirlitin hjá okkur í tveimur útgáfum. Á segli fyrir ísskáp sem hægt er að skrifa á með töflutúss og þurrka út eða sem plakat sem hægt er að setja í ramma með gleri og skrifa á með töflutúss. Þau eru bæði með vikuplani þar sem hægt er að merkja inn hvað er í matinn. Einnig er dálkur til að skrá hvaða fæðubótarefni þú tekur.
Mataræði
Horfðu á mataræði sem lífstíðar verkefni og breyttu því hægt og rólega eftir því sem þú safnar þér betri upplýsingum um mat og heilsu. Það er heilmikið af upplýsingum til í heiminum en það þarf að gefa sér tíma til að kynna sér hlutina og oft er ekki nægur tími til að gera það. Allir geta tileinkað sér betri venjur og þetta yfirlit er hugsað sem upplýsingar til að styðjast við þegar ákveðið hvað er í matinn.
Ef þú hefur áhuga á því að kynna þér plöntu- og heilfæðið nánar þá getum við mælt með því að horfa á heimildarmyndirnar Forks over knives og What the health á Netflix.
Smelltu hér til að kaupa næringaryfirlit
Smelltu hér til að kaupa næringaryfirlit fyrir plöntu- og heilfæði
Smelltu hér til að sjá heilsuvörurnar okkar
Smelltu hér til lesa um Æfingadagbókina okkar
Smelltu hér til lesa um Matardagbókina okkar
Smelltu hér til lesa meira um UniqueArt.is