Nú er komið að því! Heilsan Nr.1
Nú er komið að því, ekki bíða lengur, byrjaðu núna!
Settu þér markmið, lítil markmið til að vinna í áttina að stóru markmiðnunum.
Það er mikilvægt að setja sér markmið sem hægt er að ná. Tökum þetta einn dag í einu, eina viku í einu, einn mánuð í einu. Á endanum þá er nýji lífstíllinn orðin að venju og þú getur ekki ímyndað þér að hafa þetta öðruvísi.
Sættu þig við manneskjuna sem þú ert í dag. Ekki hugsa um það sem hefur gerst eða á eftir að gerast. Tíminn er kominn, lífið er núna, gerum það sem við getum í dag og reynum að njóta þess að vera á lífi, vinnum í okkur sjálfum og betrumbætum okkur.
Hollara mataræði, meiri hreyfing og betri andleg líðan.
Það skiptir ekki máli hvað það er öll þessi atriði hafa áhrif á hvort annað. Byrjaðu bara að vinna í einhverju einu og bættu svo við nýjum venjum sem gerir þig glaðari og gefur þér meiri fyllingu í lífið.
Mestu lífsgæði sem þú getur náð er að vera við fulla heilsu og að halda henni langt fram á efri ár. Það er aldrei of seint að byrja, það er hægt að tileinka sér nýjar venjur hvenær sem er á lífsleiðinni og öðlast meiri þrótt og styrk.
Engar afsakanir bara blákaldur raunveruleikinn, ef þú gerir þetta ekki þá gerist ekkert. Það er engin pilla sem hægt er að taka. Kynntu þér málin meira, ekki hoppa á næstu heilsubylgju sem kemur í von um að það leysi vandamálin og óánægjuna.
Hættu að leita að töflalausninni, settu þér markmið og byrjaðu að vinna í þeim. Byggðu þig upp andlega jafnt og líkamlega og berðu virðingu fyrir líkama þínum. Ekki ofhugsa hlutina, reyndu að gera þá auðveldari til að hámarka árangurinn.
Lífsfylling, hamingja og árangur. Betri heilsa hjálpar þér að takast á við allt sem á vegi þínum verður og hjálpar þér að koma sterkari út úr áföllum.
Það er allt gott í hófi segja sumir, ekki taka bara óhollustuna í hófi.
Þessi færsla er hugsuð sem hvatning.
Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Vörur sem geta stutt að betri heilsu.
Ókeypis upplýsingar
Mataræði
-
Hollar uppskriftir er að finna hérna ef þig langar að prufa eitthvað nýtt
-
Forks over knives - á Netflix
Heimildarmynd sem fjallar um rannsóknir tveggja matvælafræðinga á mataræði og vissum heilsufarssjúkdómum.
-
What the health - á NetflixHeimildarmynd um tenginguna á milli mataræðis og sjúkdóma
-
The Real truth about health - Youtube rás
Ráðstefna helstu sérfræðinga sem segja sannleikann um heilsu, næringu, matkerfi okkar og fleira.
Líkamsrækt
-
Darebee - Heimasíða
Frí æfingaplön sem passa fyrir þig, veldu þínar áheyrslur og finndu plan sem þú getur prentað út frítt.
-
Muscle and strength - Heimasíða
Frí æfingarplön. Hérna er hægt að sækja æfingar á pdf formi og prenta út. Mikið af heilsteyptum prógrömmum.
Viltu betrumbæta þetta blogg?
Sendu okkur skilaboð eða tölvupóst og við höldum áfram að bæta við þessa færslu.
Takk fyrir