Hvernig ramma á ég að kaupa?
Margir hafa áhuga á því að kaupa sér veggspjöld, en málið flækist fljótt þegar þú þarft að ákveða hvernig ramma á að kaupa. Hvað er best að gera þá? Og hvernig er auðveldast að leysa málið?
Það er okkar reynsla að svartir nettir rammar passi vel í flestum tilfellum. Þeir taka lítið frá veggspjaldinu og hjálpa verkinu að falla ekki inn í umhverfið. Einnig eru þeir klassískir og detta ekki úr tísku.
Svo er spurning um hvort að þetta sé gjöf eða eitthvað fyrir þig persónulega. Hvaða stíll er fyrir í herberginu og veistu hvar á að hengja myndina upp. Þetta fer líka aðeins eftir aldri, það er kannski ekki sniðugt að hafa þunga og dýra ramma á veggjum hjá börnum. Best væri að hafa þá úr plasti. Hjá unglingum er góð hugmynd að hafa ramma sem auðvelt er að skipta um mynd í, en smekkur og áhugamál breytast hratt á þeim árum. Fullorðna fólkið veit betur hvað það vill og hefur efni á því að kaupa það sem passar við útlitið heima.
Hverjir selja ramma á íslandi
Hérna kemur listi yfir þá sem selja ramma á íslandi.
Það er hægt að finna ramma hjá þessum aðilum sem passa fyrir veggspjöld í stærðunum 21x30 cm og 30x40 cm.
ikea.is
rumfatalagerinn.is
ilva.is
pier.is
ljosmyndavorur.is
hanspetersen.is
tekk.is
mulalundur.is
innrammarinn.is
Umhirða á römmum og gleri
Það er auðvelt að þrífa góða ramma, yfirleitt er nóg að gera það með rakri tusku. Mælt er með því að taka myndina niður og leggja hana flata á borð. Stundum er erfitt að þrífa glerið en það er algengt að fita safnist á glerið þar sem eldhús eru og þá er oft nauðsynlegt að nota hreinsiefni í þrifin. En ef þú ert með glampafrítt gler þá má alls ekki nota hreinsiefni á það, best er að nota vatn með mildri sápu. Og aldrei spreyja beint á glerið, það er best að bleyta klútinn og strjúka svo af því. Ekki nota hreinsiefni með ammoníak, það eyðileggur kannski ekki glerið en margir húðaðir rammar þola það ekki.
Við stefnum á að uppfæra þennan póst með nánari upplýsingum og myndum.
Ef það er eitthvað sem þér finnst að mætti bæta við eða lagfæra endilega settu inn skilaboð hérna fyrir neðan.
Þessi færsla var uppfærð í október 2021