Hvernig eru veggspjöld prentuð?

Hvernig eru veggspjöld prentuð?

Flest veggspjöld/plaköt í dag eru prentuð í stafrænum prentvélum.
Þá er helsti munurinn á prentuninni hvort að það sé notað blek eða tónerduft til að setja myndina á blaðið.

Í þessu bloggi þá ætlum við að fara aðeins yfir það helsta sem skiptir máli. Þetta er bara svona létt yfirferð í þessu helsta sem snertir á prentun. Ef það er eitthvað óskýrt í þessu eða þú hefur spurningar ekki hika við að senda inn skilaboð hérna fyrir neðan.

Tegund prentara

Stór hluti af veggspjöldum eru prentuð í laserprentara með tónerdufti sem er hitað ofan á pappírinn. Þetta er ódýrasti kosturinn í prentun á litlu upplagi.

Flest fjöldaframleidd veggspjöld í stórum upplögum eru prentuð í offset prentvél.
En þær prenta með bleki sem er fært af plötu og pressað á pappírinn.

Algengast fyrir veggspjöld sem eru stærri en 30x40cm er bleksprautuprentari.
Þetta er dýrasti kosturinn, en þar er haus sem sprautar blekinu á pappírinn.

Seinast á listanum er HP Indigo sem er stafræn offset prentvél.
Þar ertu með laser sem teiknar myndina og blek sem er fært yfir á pappírinn með miklum hita.

Hver er munurinn á prentuninni

Tóner prentarinn er alltaf með hálf glansandi áferð og litirnir koma oft mjög sterkir út með skýrum línum.

Bleksprauta, Offset og HP Indigo geta verið með matta eða glansandi prentun, húðin á pappírnum stjórnar því. Oft er erfitt að ná mjög skörpum línum þegar prentað er á matt húðaðan pappír í bleksprautu.

Litastýring

Litastýring getur verið mjög flókið mál og það eru fáeinir einstaklingar á landinu sem skilja hvernig á að framkvæma slíkt á prentvélum. Samræming á litum á milli mismunandi prentvéla er erfiðari.

Það þýðir ekkert að bera saman liti á skjá og prentun á blaði, yfirleitt er skjárinn of bjartur og lýsir dekkri liti og skugga. Einnig eru skjáir með töluvert stærra litasvið en prentvélar.

Flestir bleksprautu prentarar eru sjaldan litastilltir, kannski einusinni eða tvisvar á ári, aðrir geta stillt sig sjálfir. Tóner prentarar eru líka sjaldan litastillir, þeir geta prentað út litablöð sem eru lesin til að stilla innan ákveðinna skekkjumarka. Offset vélar eru litastilltar þegar verkið fer í gang, það eru litaborðar á pappírnum sem vélin les og stillir sig inn eftir. HP Indigo litastillir sig sjálf á hverjum degi og stundum oft á dag, hún mælir 13 punkta í hverjum lit sem gerir hana nokkuð nákvæma.

Það er algengt að lita prufur fyrir stór verkefni sem fara í offset séu prentuð í bleksprautuprentara eða HP Indigo.

Endingin á prentuninni

Ljósfestan (lightfastness) skiptir líka máli þegar talað er um endingu á prentun. Hún segir til um hversu lengi litirnir eigi eftir að endast þegar ljós lendir á pappírnum.

Öll prentun er með lífstíma en þú getur verið nokkuð viss um að ef verkið kemur ekki úr tóner prentara og var prentað á góðann pappír þá eigi það eftir að endast alla þína lífstíð.

Ef þú passar að hafa sýrufrítt bak í rammanum og gler yfir til að vernda þá hjálpar það. Hægt er að fá sérstök glampafrí gler sem stýra ljósinu til að gera liti fallegri, þau eru með aukinni vörn sem bætir endingu.

Hvernig eru veggspjöldin hjá UniqueArt prentuð?

Við prentum allt í HP Indigo. Að okkar mati þá er það besta prentun sem hægt er að fá á Íslandi. Helstu kostirnir við þá prentvél eru eftirfarandi.

- Skarpar myndir.
- Góð litastýring.
- Prentunin þolir raka.
- Ljósfestan er mjög góð, prentunin á eftir að endast lengi.
- Prentunin þornar strax.
- Mött áferð á prentuninni.
- Umhverfisvottað - Svansvottuð prentun.
- Stuttur afgreiðslutími.


Karfan þín (0)

Karfan þín er tóm
FARA EFST