info-aefingadagbok

 

Afgreiðslutími
  • Hægt er að sækja pantanir hjá Pixel í Ármúla 1 eða fá sent með Íslandspósti.
  • Afhendingartími Íslandspóst er 3 til 5 dagar.
  • Það er opið í Ármúla 1 á milli 8:00 og 16:00 alla virka daga.
Hvernig nota ég bókina?
Fyrsta blaðsíðan er fyrir upplýsingar um eiganda bókarinnar. þar er hægt að setja sér markmið.

Næst kemur dagatal fyrir árið.

Síðan koma 8 blaðsíður þar sem hægt er að fylgjast með og skrá þyngd, fituprósentu, ýmsar mælingar og markmið. Þú getur skráð breytingar á nokkra vikna fresti eða eins oft og þú vilt.

Loks koma svo 100 blaðsíður með æfingaskýrslum þar sem þú getur skráð hvaða æfingar þú ert að gera, hvaða líkamshluta þú ert að þjálfa og fjölda æfinga. Þar getur þú líka skráð brennslu, upphitun, líðan þína, hvaða fæðubótaefni voru notuð o.s.frv

Það eru 100 mismunandi hvatningar tilvitnanir á ensku í bókinni.

Úr hverju er hún búin til?
  • Kápan er þykk og matt lamineruð.
  • Það er 130gr. mattur pappír í innsíðunum sem er gott að skrifa á.
  • Gormurinn í bókinni er viljandi hafður stór svo hægt sé að geyma nettan penna í honum. Passaðu þig samt á því að opna hann ekki því þá detta síðurnar úr bókinni.
Viltu vita meira?
  • Bókin er smíðuð og uppfærð með tillögum frá einkaþjálfurum og áhugafólki.
  • Við ætlum að gera þessa bók eins góða og hún getur orðið fyrir alla.

Karfan þín (0)

Karfan þín er tóm
FARA EFST